154. löggjafarþing — 20. fundur,  25. okt. 2023.

staðfesting ríkisreiknings 2022.

399. mál
[15:56]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Við höfum selt hluta af bankanum. Það er áfram á áætlun að selja hann, sem er bæði skynsamleg ráðstöfun og rétt út frá hagsmunum skattgreiðenda og hagsmunum ríkissjóðs. Það verður mikil áskorun að gera það þannig að allir geti vel við unað. Ég mun ekki skorast undan þeirri ábyrgð og mun sannarlega leita til þingsins til að það verði gert með sem bestum hætti þannig að ríkissjóður og skattgreiðendur njóti góðs af þeirri ákvörðun og þeirri ráðstöfun. Við erum með allt of háan vaxtakostnað í dag. Ég nefni aftur að það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra að ná tökum á verðbólgu svo að hún lækki, vaxtavextir fari niður og vaxtakostnaður fari niður. Það hefur sömuleiðis áhrif á ríkissjóð og er gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir ríkissjóð, sem er auðvitað ekkert annað en sjóður landsmanna og okkar allra. Þess vegna er ég að því leyti sammála hv. þingmanni.